Græni penninn er aldrei langt undan

Sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir, alltaf kölluð Vala Matt, er nánast alltaf með grænan penna í hendinni þegar hún sést á sjónvarpsskjánum. Penninn er fyrir löngu orðinn henni ómissandi en hún segir hann veita sér öryggistilfinningu.

„Þetta byrjar líklega með því, eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég sá alltaf pabba minn með svona grænan penna. En hann var kennari og skólastjóri. Hann notaði aldrei neina aðra tegund,“ segir Vala Matt sem reiknar með að þetta sé ein aðalástæða þess að græni penninn er í miklu uppáhaldi.

Sjá nánar á visir.is