Gauksmýri er fyrirtæki ársins

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór sl. fimmtudag í Mývatnssveit og samkvæmt venju voru þrjár viðurkenningar veittar: Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan á Gauksmýri var sæmd viðurkenningu sem fyrirtæki ársins en hún er veitt því fyrirtæki sem hefur slitið barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði.

Sjá nánar á feykir.is