Hertz valin besta bílaleigan hérlendis

Hertz var valin besta bílaleigan á Íslandi hjá World Travel Awards í St. Pétursborg í Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt í flokki bílaleiga á Íslandi en World Travel Awards eru virt verðlaun sem veitt eru í ferðaþjónustunni á heimsvísu.

„Það er gríðarlegur heiður fyrir okkur að fá viðurkenningu á því góða starfi sem starfsfólk okkar vinnur á hverjum degi,” segir Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz á Íslandi í fréttatilkynningu.

Sjá nánar á vb.is