Safnaði 1,7 millj­ón fyr­ir Bleiku slauf­una

Ása Gunn­laugs­dótt­ir gullsmiður hjá asa ice­land af­henti í gær styrk upp á 1.750.000 kr. sem er afrakst­ur sölu á 200 silf­ur­háls­men­um Bleiku slauf­unn­ar í ár.

Silf­ur­háls­menið var til sölu hjá asa ice­land, Meba, og um 20 gullsmiðum um land allt auk Krabba­meins­fé­lag­inu. Háls­menið seld­ist upp á ör­fá­um dög­um en það var fram­leitt í tak­mörkuðu upp­lagi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Krabba­meins­fé­lag­inu.

Sjá nánar á mbl.is