Þrenn verðlaun á Stevie Aw­ards

Inga Hlín Páls­dótt­ir, for­stöðumaður ferðaþjón­ustu og skap­andi greina hjá Íslands­stofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Aw­ards-verðlauna­af­hend­ing­unni sem hald­in var í New York um síðustu helgi.

Verðlaun­in eru veitt kon­um sem hafa skarað fram úr í viðskipt­um eða sem stjórn­end­ur í at­vinnu­lífi um all­an heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gull­verðlaun sem frum­kvöðull árs­ins, silf­ur­verðlaun sem stjórn­andi árs­ins og silf­ur sem kona árs­ins í flokki stjórn­valda og stofn­ana fyr­ir störf sín hjá Íslands­stofu síðustu ár.

Sjá nánar á mbl.is