Gjöf til verðandi foreldra

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa hefur ákveðið að gefa verðandi foreldrum í Austur Húnavatnssýslu og Húnaþingi vestra bókina  „Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til“ eftir Sæunni Kjartansdóttur sálfræðing. Verkefnið er til þriggja ára.

„Fyrstu 1000 dagarnir“ er aðgengileg handbók fyrir foreldra sem byggir á sálgreiningu, tengslakenningum og nýjustu rannsóknum í taugavísindum. Hér eru gefin góð ráð um hvernig foreldrar geta búið sig undir fæðingu barns og annast það og örvað fyrstu árin með það að leiðarljósi að byggja upp heilbrigðan og ástríkan einstakling.

Sjá nánar á huni.is