Kaleo og Jóhann Jóhannsson tilnefnd til Grammy

Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu tónlistina í kvikmynd en hann gerði tónlistina fyrir kvikmyndina Arrival sem kom út árið 2016. Hljómsveitin Kaleo er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta rokkflutning ársins á laginu No Good.

Grammy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðlega 28. janúar í Madison Square Garden í New York. Kynnir kvöldsins verður James Corden, en um er að ræða 60. Grammy-verðlaunahátíðina.

Sjá nánar á visir.is