Ljótu kartöflurnar hlutu Matarsprotann 2017

Fyrirtækið Ljótu kartöflurnar fengu Matarsprotann 2017 en verðlaunin, sem frumkvöðlar í matvælaframleiðslu hljóta ár hvert, veita Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn. Kartöfluflögur Ljótu kartaflanna eru framleiddar úr kartöflum sem eru stórar eða öðruvísi í laginu og ekki hentugar til sölu vegna útlits. Ljótu kartöflurnar sporna þannig við matarsóun en framleiðandinn leitar leiða við að nýta innlend aðföng í sinni framleiðslu sem stuðlar að sjálfbærni.

Sjá nánar á bbl.is