Slysið

Sjötíu ára maður er yfir sig ástfanginn af tuttugu ára stúlku. En þessi ást er ekki gagnkvæm. Sá gamli ákveður því að gera eitthvað í því. Hann fer í líkamsrækt og lýtaaðgerðir ásamt mörgu öðru. Allt gerir hann til þess að líta út fyrir að vera yngri. Það heppnast svo vel að nokkrum vikum síðar er hann búinn að giftast stúlkunni. En þá gerist óhappið. Strætisvagn ekur á hann og hann deyr. Hann labbar því öskureiður upp að Gabríel erkiengli við Gullna hliðið og segir: „Hvernig gastu gert mér þetta. Ég var loksins búinn að fá það sem ég þráði!“

Gabríel hlær og segir: „Fyrirgefðu, ég bara þekkti þig ekki.“

Sjá nánar á brandarar.wordpress.com