Svefnþörf og nokkur ráð til að bæta svefn

Svefnþörf er einstaklingsbundin en til eru ákveðin viðmið tengd aldri. Ung- og smábörn 12-18 tíma; forskólabörn 10-12 tíma; skólabörn um 10 tíma; ungmenni 8-10 tíma; fullorðnir 6-8 tíma. Lengd svefnsins skiptir samt sem áður ekki öllu máli heldur gæðin. Ef sofið er of mikið getur það frekar leitt til lélegs og truflaðs svefns heldur en of stuttur svefn.

Syfja að degi er merki um ófullnægjandi svefn hver svo sem orsökin er. Ástæður svefntruflana geta verið áhyggjur, verkir, sjúkdómar, vímuefnaneysla eða aukaverkanir lyfja. Óreglulegur svefntími vegna vaktavinnu eða breytinga á lífsmunstri svo sem barneigna getur líka truflað svefn.

Sjá nánar á doktor.is