Nemendur Grunnskóla Grindavíkur tóku þátt í Nordens dage

Níundi bekkur Grunnskóla Grindavíkur tók þátt, einn af þremur skólum á landinu, í Norræna verkefninu Nordens dage dagana 22.-24. nóvember. Verkefnið er styrkt og stjórnað er af Nord-plus, Norræna ráðinu og fleiri aðilum. Verkefnið gengur út á að nemendur frá öllum Norðurlöndunum hafa samskipti sín á milli, búa til kynningarmyndbönd, vinna verkefni og tala saman á samskiptaforritinu Hangout á netinu þar sem hver hópur er með aðgang í gegnum Google +.

Sjá nánar á vf.is