Vistvæn jól í Norræna húsinu

Norræna húsið vekur athygli ykkar á glæsilegum vistvænum jólamarkaði sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 2. desember frá kl. 14-17.
Boðið verður upp á ilmandi jólaglögg og sænskar piparkökur, auk skemmtiatriða fyrir börnin og föndursmiðjur.

Á markaðnum verða seldar vörur sem stuðla að hóflegri auðlindanotkun og minnka úrgang og óumhverfisvænar umbúðir og framleiðsluferla. Á markaðnum verða hönnuðir og handverksfólk sem hefur frumkvæði að vistvænni hönnun; ungir fataframleiðendur eins og Usee sem endurvinna efnisafganga frá öðrum hönnuðum, Inga sól design sem endurvinnur gamla rennilása og mjólkurfernum og skapar fallega og eftirsótta vöru. Eva og Anna Sóley sem kenna þér að gera þínar eigin snyrtivörur og Sigurður Petersen sem sker út fígúrur úr afgangs við. Sorpa verður einnig á staðnum og gefur fólki góð ráð. Boðið verður upp á ilmandi jólaglögg og sænskar piparkökur, auk þess það eru skemmtiatriði og föndursmiðjur fyrir börn.

Aðrir Hönnuðir:
Nordic Angan<http://www.nordicangan.com/> – Sisters redesign<https://www.facebook.com/SistersRedesign/> – Blámáni<http://www.blamani.is/> – Basalt<https://www.facebook.com/basaltreykjavik/> – Klassísk dönsk hönnun<https://www.facebook.com/klassiskdonskhonnun/> – Fánapokar<http://fanapokar.is/> – Í boði náttúrunnar<http://www.ibn.is/> – VERANDI -<http://www.verandi.is/>- Kolbrún<http://www.facebook.com/kolbrunreykjavik>- Guðrún Borghildur- Halldóra Bjarnadóttir – Sigurður Petersen – Gunnlaug Hannesdóttir – Áslaug Saja – Eva og Anna Sóley – As we grow – Ingasol design<http://ingasoldesign.com/> – Usee – Gentle North ofl.

Viðburður á Facebook: https://business.facebook.com/events/1688427287894952/?active_tab=about
Viðburður á vef: http://nordichouse.is/event/jolamarkadur-norraena-hussins-21/
Allir viðburðir í desember: http://nordichouse.is/event/

Fréttatilkynning frá Norræna húsinu.