Vistvænn jólamarkaður laugardaginn 2 des. kl 14-17

Norræna húsið heldur hugguleg og vistvæn jól með sjálfbærum lausnum og norrænum áherslum. Boðið verður upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna.

2. desember opnum við glæsilegan vistvænan jólamarkað. Þar koma saman hönnuðir úr ýmsum áttum og selja umhverfisvænar vörur í jólapakkann. Boðið verður upp á ekta norrænt ,,hygge“ með jólaglöggi, tónlist, piparkökum og skemmtiatriðum fyrir þau minnstu. Markmið Norræna hússins er að hjálpa þeim sem vinna umhverfisvænar vörur í að koma þeim á framfæri.

Gefðu umhverfisvæna jólagjöf sem eykur ímyndunarafl þess sem þiggur.

DAGSKRÁ

Föstudagur 1. desember:
Sýningaropnun Er ég ósýnilegur? eftir Sóleyju Dröfn Davíðsdóttur kl. 17
Sýningin stendur yfir frá 1. desember 2017 – 2. janúar 2018

Laugardagur 2. desember:
Vistvænn Jólamarkaður kl. 14-17
Jólaverkstæði kl. 11-17

Sunnudagur 3. desember:
Jólaverkstæði kl. 11-17

Miðvikudagur 6. desember:
Jólaverkstæði kl. 10-21

Laugardagur 9. desember:
Vinnustofur í endurunnu jólaskrauti kl. 13-15
Jólabíó barnanna kl. 15
Jólaverkstæði kl. 11-17

Sunnudagur 10. desember:
Jólaverkstæði kl.11-17
Jólabíó barnanna kl. 13
VEGAN Matreiðslunámskeið kl.15-17*

Mánudagur 11. desember:
VEGAN Matreiðslunámskeið kl. 19-21*

Miðvikudagur 13. desember:
Jólatónleikar og samsöngur kl. 20-21
Jólaverkstæði kl. 10-21

Laugardagur 16. desember:
Jólahátíð barnanna – leikhús, bíó, sögur og ball kl. 11-17
Jólaverkstæði kl.11-17

Sunnudagur 17. desember:
Hugljúfir Jólatónleikar kl. 15
Jólaverkstæði kl.11-17
Jólabíó barnanna kl. 13

Mánudagur 18. desember:
Jólabíó barnanna kl. 11, kl. 13 & kl. 15

Þriðjudagur 19. desember:
Jólabíó barnanna kl. 11, kl. 13 & kl. 15

Miðvikudagur 20. desember:
Jólaverkstæði 10-21
Jólabíó barnanna kl. 11 & 13

Fréttatilkynning frá Norræna húsinu.