Hermenn íslensku þjóðarinnar

Steinar J. Lúðvíksson er höfundur ritraðarinnar Þrautgóðir á raunastund sem kom út í nítján bindum á árunum 1969–1988. Steinar hefur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og fjallar nú um síðasta fjórðung tuttugustu aldarinnar og níutíu sjóslys sem áttu sér stað á þeim tíma. Steinar fjallar meðal annars um það þegar Suðurlandið fórst langt úti í hafi 1986, Helliseyjarslysið 1984, strand Pelag­usar árið 1982, hetjudáðina 1993 og frækilega björgun þyrluáhafnar TF LÍF sem bjargaði 39 mönnum úr sjávarháska á nokkrum dögum árið 1997.

Sjá nánar á visir.is