Húsverðir með hjartað á réttum stað

Fáir taka eftir þeim. Húsvörðunum. Sem þó gegna mikilvægu hlutverki. Mikilvægara en margan grunar. Í einni stærstu verslunarmiðstöð landsins er undirbúningur undir fyrstu helgi í aðventu í fullum gangi. Húsið er nú þegar orðið ljósum prýtt en enn er verið að setja upp risastórt jólatréð. Erik Pálsson húsvörður hefur sérstaklega gaman af þessum árstíma. Það gleður hann að sjá verslunarmiðstöðina færða í jólabúning. Hann er enda svolítið jólabarn og á afmæli í dag, einmitt daginn sem kveikt er á trénu.

Sjá nánar á visir.is