„Ég naut þess að vera á sviðinu“

Rakel Guðnadóttir vann tvöfalt á Bikarmótinu í fitness sem fram fór í nóvember en Rakel sigraði sinn flokk og varð einnig heildarsigurvegari. Árangur hennar telst ansi góður en hún byrjaði ekki að stunda lyftingar fyrr en í janúar á síðasta ári og margir reynsluboltar stóðu á sviðinu með henni á Bikarmótinu. Þjálfari hennar segir að árangurinn sé mjög góður miðað við hvað hún hafi æft í stuttan tíma og langar Rakel jafnvel að keppa erlendis í fitness en núna einbeitir hún sér að því að koma líkamanum hægt og rólega í rútínu og byggja sig upp eftir niðurskurð fyrir mótið.

Sjá nánar á vf.is