Snorri Einarsson í 33.sæti í skiptigöngu

Rétt í þessu kláraðist heimsbikarmót í 30 km skiptigöngu sem fram fór í Lillehammer í Noregi. Snorri Einarsson var meðal þátttakenda og ræsti út nr.65 af alls 72 keppendum. Skiptigangan fór þannig fram að byrjað var að ganga 15 km með hefðbundinni aðferð og síðan 15 km með frjálsri aðferð.

Þar sem Snorri hóf leik með síðustu mönnum var erfitt að komast framarlega í byrjun. Að loknum hefðbundna hlutanum var hann í 52.sæti en átti frábæra göngu í frjálsa hlutanum og endaði í 33.sæti. Einungis efstu 30 keppendurnir fá heimsbikarstig og því fékk Snorri engin stig fyrir þessa göngu. Þrátt fyrir það er þetta stórkostlegur árangur og hans þriðji besti í vetur á sterkustu mótaröð í heimi.

Sjá nánar á ski.is