Héldu sín fyrstu jól sam­an í fyrra

Birgitta Hauk­dal, söng­kona og rit­höf­und­ur, er mikið jóla­barn. Hún skipu­legg­ur tíma sinn vel og seg­ist oft vera búin að kaupa all­ar jóla­gjaf­ir og pakka þeim inn í októ­ber.

„Ég hef alltaf verið mikið jóla­barn. Mamma lagði sig alla fram þegar ég var barn um að búa til ofsa­lega nota­lega jóla­stemn­ingu með jóla­bakstri, föndri og sam­veru­stund­um með okk­ur systkin­un­um, sem er ómet­an­legt þannig að jóla­barnið í sjálfri mér er henni að þakka og ég elska að jólast með mín­um börn­um,“ seg­ir Birgitta sem á góðar jóla­m­inn­ing­ar.

Sjá nánar á mbl.is