Með okkar augum tilnefnd til verðlauna ÖBÍ

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands verða afhent í ellefta sinn í dag. RÚV og rokkhátíðin Eistnaflug eru meðal þeirra sem eru tilnefnd í þetta skipti.

Eistnaflug er tilnefnd fyrir að vekja athygli á mikilvægi þess að ræða um andlega líðan og geðheilsu og RÚV hlýtur tilnefningu fyrir að kynna og sýna þættina Með okkar augum á besta áhorfstíma. Þá var fyrirtækið TravAble tilnefnt fyrir hönnun og þróun á smáforriti með upplýsingum um aðgengi á ýmsum opinberum stöðum og Guðmundur Sigurðsson fyrir kyndilhlaup lögreglumanna í tengslum við Special Olympics íþróttaviðburði.

Sjá nánar á ruv.is