Skert heyrn

“Heyrnin mín er farin að skerðast en ég ætla að bíða með að fá mér heyrnartæki þar til ég verð eldri”.

Þetta er algenga viðhorf fólks getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Athuganir sýna að yfir 10% jarðarbúa eru með skerta heyrn sem staðfestir að mjög margir heyra ekki vel. Flestir telja að heyrnarskerðing tengist aldri þannig að heyrnartæki þurfi aðeins þeir sem komnir eru á efri ár. Það er ekki alveg rétt því 20-40% þeirra sem eru á aldrinum 40 til 60 ára hafa skerta heyrn að einhverju marki. Nú til dags hrærast flestir í verulegum hávaða sem veldur heyrnartapi og það gildir ekki síst um unga fólkið, iPod-kynslóðina. „Jákvæðu fréttirnar“ eru að um 95% heyrnarskertra má hjálpa með heyrnartækjum.

Sjá nánar á doktor.is