Thelma Björg nældi í brons á HM í Mexíkó

Önnur verðlaun Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í Mexíkó unnust í gær strax á öðrum keppnisdegi þegar Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR vann til bronsverðlauna í 100 metra bringusundi.

Thelma synti á 1:57.66 mínútum sem skilaði henni sæti á verðlaunapallinum. Már Gunnarsson og Sonja Sigurðardóttir kepptu einnig fyrir Íslands hönd á HM í gær.

Sjá nánar á ruv.is