„Verðum að styrkja dreng­inn“

„Þetta gekk rosa­lega vel. Okk­ur langaði til að efla sam­kennd­ina hjá krökk­un­um, fá þá til að hugsa um aðra og láta gott af sér leiða. Það tókst svo sann­ar­lega,“ seg­ir Magnús Már Jak­obs­son einn af skipu­leggj­end­um sam­stöðumóts íþrótta­fé­lag­anna á Suður­nesj­um sem lauk í gær. Mótið, sem stóð yfir í nokkra daga, var til styrkt­ar Guðmundi Atla Helga­syni níu ára göml­um dreng sem er með bráðhvít­blæði. Guðmund­ur þarf að fara til Svíþjóðar í frek­ari meðferð og merg­skipti og mun dvelja þar um jól­in.

Sjá nánar á mbl.is