Davíð Hildiberg Norðurlandameistari í sundi

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í 100m baksundi á sínum besta tíma um síðustu helgi á Norðurlandamótinu. Þess má geta að Davíð var eini Norðurlandameistarinn sem Ísland eignaðist á mótinu.

Sundmenn ÍRB stóðu sig vel með íslenska landsliðinu á mótinu í 25m laug, en mótið fór fram á Íslandi. ÍRB átti fimm fulltrúa í landsliði Íslands. Það voru þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Baldvin Sigmarsson, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Sunneva Dögg Robertson.

Sjá nánar á vf.is