Seldu sushi á netinu til að kaupa gönguskíði

Leikskólinn Tangi á Ísafirði fékk á dögunum afhent að gjöf 16 gönguskíði fyrir fimm ára deild skólans. Gullrillurnar, félagsskapur kvenna á Ísafirði, safnaði fyrir skíðunum með því að búa til og selja á þriðja hundrað sushi-bakka.

Vildu láta gott af sér leiða

Fyrsti vísir að Gullrillunum varð til við undirbúning jafnréttisþings sem haldið var á Ísafirði árið 2015 í tilefni af 100 ára kosningaafmæli íslenskra kvenna. Helga Björt Möller, ein af Gullrillunum, segir að eftir þingið hafi þær haldið áfram að hittast.

Sjá nánar á ruv.is