Aníta og Elínborg meðal „bestu flugfreyja heims“

Flugfreyjur WOW air, þær Aníta Brá Ingvadóttir og Elínborg Jensdóttir, eru á lista breska blaðsins Independent yfir „bestu flugfreyjur heimsins“. Blaðið fékk fjölmörg flugfélög til þess að deila sögum af afbragðsþjónustu af hálfu flugliða í háloftunum.

Undir yfirskriftinni „Hittið níu af bestu flugfreyjum heimsins,“ fjallar blaðið um þessar sögur en í umfjöllun blaðsins segir að þar sem yfirleitt séu sagðar fréttir af því sem fer úrskeiðis í háloftunum sé kominn tími til þess að draga fram það sem vel er gert.

Sjá nánar á visir.is