Dagdvöl aldraðra fagnar 25 ára afmæli

Dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ fagnaði 25 ára afmæli nú á dögunum en boðið var til veislu á Nesvöllum í tilefni þess síðasta dag nóvembermánaðar.

Inga Lóa Guðmundsdóttir, fyrrum forstöðumaður Bjargarinnar, fór þar yfir söguna, velunnarar Dagdvalarinnar tóku til máls og Vox Felix kórinn söng við mikinn fögnuð. Eins og góðri afmælisveislu sæmir var boðið upp á kræsingar.

Sjá nánar á vf.is