Fór að heyra bet­ur eft­ir viku föstu

Steinþór Helgi Arn­steins­son, viðburðastjóri hjá CCP, fastaði í heila viku í nóv­em­ber. Í heila viku borðaði hann ekki neitt held­ur drakk ein­göngu vatn. Hann seg­ir að áhrif­in af föst­unni séu stór­kost­leg þótt þetta hafi verið erfitt á köfl­um.

„Ég hef alltaf verið hrif­inn af alls kon­ar teg­und­um af föst­um og mér finnst gam­an að reyna á sjálf­an mig. Þetta hef­ur verið að þró­ast í gegn­um árin og ég hef verið að prófa mig áfram. Ég hef verið á Paleo-mataræði, stundað föst­ur eins og 16:8 og sleppt því að borða í einn og einn sól­ar­hring,“ seg­ir Steinþór.

Sjá nánar á mbl.is