Fór fram úr vænt­ing­um

„Ég er mjög ánægð með ár­ang­ur­inn. Þetta fór al­veg fram úr vænt­ing­um,“ seg­ir Þuríður Erla Helga­dótt­ir, en hún náði besta ár­angri sem ís­lensk lyft­inga­kona hef­ur náð á heims­meist­ara­móti þegar HM í ólymp­ísk­um lyft­ing­um fór fram í Kali­forn­íu í síðustu viku.

Þuríður Erla hafnaði í 10. sæti í -58 kg flokki, en hún setti fjög­ur Íslands­met á mót­inu. Þuríður Erla tví­bætti Íslands­metið í snör­un, lyfti fyrst 83 kg og svo 86 kg, og bætti einnig Íslands­met sitt í jafn­hend­ingu með því að lyfta 108 kg. Sam­tals lyfti hún því 194 kg sem er vita­skuld einnig Íslands­met. Íslend­ing­ur hef­ur ekki náð hærra sæti á HM, en Gúst­af Agn­ars­son varð í 10. sæti í -110 kg flokki á HM árið 1979.

Sjá nánar á mbl.is