Gullkorn barnanna

Sigga Þóra fer út að fara yfir garðinn og sjá hvort nokkuð hættulegt sé í garðinum. Hún opnar leikfangaskúrinn, nær i hrífu og fer að raka sandinn í sandkassanum í leit t.d. að kattaskít.
Ari 3 ára fylgist með og segir: “Sigga er að opna bílskúrinn og ná í greiðu. Sigga greiða sandkassanum”.

Í glugganum í Skýjakoti er stór hrossafluga sem vekur athygli barnanna.
Ari 3 ára: “Vá, krossafluga!!”
Marta 2,6 ára: “Já! Frussafluga!”

Dagur 2,10 ára kallar upp: “ó mæ dad!!” (þýðing: oh my god eða guð minn góður)

Sjá nánar á saeborg.is