Ólafur Arnalds spilar í Íran

Mig hefur lengi dreymt um að fá að spila í Íran, aðallega vegna þess að mig langar að sjá landið og kynnast fólkinu þar,“ segir Ólafur Arnalds en hann mun spila á fimm tónleikum í Teheran og einnig í borginni Shiraz. „Það seldist upp á fyrstu tvo á minna en klukkutíma. Við bættum því þremur í viðbót og munum því spila fyrir samtals 4.000 manns í Teheran. Auk þess munum við líka spila eina tónleika í Shiraz,“ segir Ólafur sem er að fara í fyrsta skipti til landsins.

Sjá nánar á visir.is