Tvíburasystur sem voru aðskildar frá fæðingu eiga 95 ára afmæli í dag

„Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag.

Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt.

Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman.

Sjá nánar á visir.is