Önnur silf­ur­verðlaun Ró­berts á HM

Ró­bert Ísak Jóns­son vann sín önn­ur silf­ur­verðlaun í nótt á heims­meist­ara­móti fatlaðra í 50m sund­laug sem nú stend­ur yfir í Mexí­kó.

Ró­bert átti í harðri bar­áttu við Banda­ríkja­mann­inn Lawrence Sapp um gullið en Ró­bert kom í bakk­ann á nýju Íslands­meti 1:06.99 mín. Sapp sem hrifsaði til sín gullið var aðeins ör­fá­um sek­úndu­brot­um á und­an Ró­berti í bakk­ann eða á 1:06.42 mín. Ró­bert varð fyrr í vik­unni heims­meist­ari í 200 metra fjór­sundi.

Sjá nánar á mbl.is