Veðurbrandarar

Það var svo heitt í veðri að kýrnar gáfu frá sér þurrmjólk.

 

„Ég var að frétta að stormurinn hefði feykt burtu húsinu þínu og að konan þín hefði verið í því. Þetta er alveg hræðilegt.“

„Æ, það er allt í lagi. Hún var búin að tala svo mikið um að sig langaði í ferðalag.“

 

Seinast þegar ég fór í tveggja vikna sumarfrí rigndi bara tvisvar: Í fyrra skiptið rigndi í sjö daga og í seinna skiptið í viku.

Sjá nánar á brandarar.wordpress.com