Skúli valinn Markaðsmaður ársins

kúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn Markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK, samtökum markaðsfólks á Íslandi. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi, sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á líðandi ári að því er segir í tilkynningu frá ÍMARK.

Árleg Markaðsverðlaun ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í gærkvöldi á Kjarvalstöðum, en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Markaðsmanni ársins verðlaun fyrir árið 2017.

Sjá nánar á vb.is