Leiðir hjá sér jólastressið

Nílsína Larsen Einarsdóttir býr til jólagjafir fyrir hver jól. Það eru ýmist sultur, saft eða skrúbbar og hér gefur hún uppskrift að jólalegri kryddsultu sem kætir bragðlauka þeirra sem fá að smakka. Nílsína hefur búið til jólagjafirnar síðan hún man eftir sér. Helst eru það sultur, súrdeigsbrauð og sykurskrúbbar sem hún laumar í jólapakkana með aðalgjöfinni. „Ég geri alls konar,“ segir hún aðspurð um hvort það sé eitthvað framar öðru sem henni finnist eiga erindi til vina og vandamanna.

Sjá nánar á visir.is