Fengu hátt í fjörutíu tæki að gjöf

Endurhæfingarstöðin að Reykjalundi veitti veglegri gjöf viðtöku á dögunum. Hún var frá Styrktar- og sjúkrasjóði verzlunarmanna í Reykjavík og er að andvirði 28 milljónir króna. Um er að ræða hátt í fjörutíu mismunandi tæki í endurhæfingarsal Reykjalundar. Þau taka við af eldri búnaði sem kominn er til ára sinna.

Sjá nánar á visir.is