Safna 3000 tonnum af notuðum fatnaði á árinu

„Þetta hefur aldrei verið jafnmikið,“ segir Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar Rauða krossins, en á þessu ári hefur Rauði krossinn safnað tæpum 3000 tonnum af notuðum fatnaði á Íslandi. „Við fyllum sennilega 3000 tonn núna strax eftir helgi,“ segir Örn.

Örn segir að það sé góðærisbragur á fatasöfnuninni hjá Rauða krossinum og aukningin sé mikil á milli ára. Í ár safnast rúmlega 300 tonnum meira en í fyrra og aukningin á milli áranna þar á undan var um 500 tonn.

Sjá nánar á ruv.is