Jólakveðja IOGT/jólaball 28.desember 16:00

IOGT á Íslandi óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir samstarfið og ósk um velgengi á nýju ári.

Þessi jól standa Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Æskan Barnahreyfingin og Núll Prósent ungmennahreyfingin að átakinu Hvít Jól.

Hvít jól er forvarnarátak sem miðar á áfengisneyslu fullorðinna á jólunum. Markmið átaksins er að vekja athygli á spurningunni hvers vegna áfengi ætti að vera svo stór þáttur af jólahátíðinni sem miðar svo mikið að börnum. Það dregur líka fram í dagsljósið börn sem ekki eiga að þola að búa við misnotkun áfengis hjá foreldrum. Mörg börn bera kvíðboða gagnvart rauðum dögum almanaksins þegar foreldrar nota sitt frí til áfengisneyslu.

Við hvetjum alla til að taka þátt í átakinu okkar með því að taka þá afstöðu að nota ekki áfengi yfir hátíðisdagana 24. til 26. desember.

Fulltrúar IOGT, Æskunnar Barnahreyfingar og Núll Prósent verða á ferðinni í verslanamiðstöðvum fram að jólum með kynningar og spjall við gesti og gangandi.

Félagar og velunnarar eru hvattir til að leggja lið með að láta aðra vita í kringum sig.

Hægt er að skrá sig á heimasíðu, www.hvitjol.is eða og gerast þannig fulltrúar átaksins.

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Æskan Barnahreyfingin og Núll Prósent hreyfingin

Víkurhvarfi 1, þriðja hæð, 203 Kópavogi, 511 1021, iogt@iogt.is , www.iogt.is

Hvít Jól jólatréskemmtun

Víkurhvarfi 1 þriðju hæð

 

Þriðjudaginn 28. desember 16:00 – 18:00

Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir.

 

Aðeins 500.kr fullorðnir við innganginn

Jólasveinn – smákökur – piparkökur – svali – kakó

Fréttatilkynning frá IOGT.