Mýrin ein af 50 bestu glæpasögum síðustu 50 ára að mati gagnrýnanda Times

Gagnrýnandi breska dagblaðsins Times hefur valið Mýrina eftir Arnald Indriðason eina af 50 bestu glæpasögum síðustu 50 ára.

Í umsögn gagnrýnandans um Mýrina er söguþráður bókarinnar rakinn í örstuttu máli. Söguhetjan, rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur, er sagður „drungalegur“ og hið margfræga fámenni á Íslandi er einnig tekið til umfjöllunar.

Sjá nánar á visir.is