Óvænt heim­sókn frá Símasplæsi

Mat­hilda Maj, níu ára ís­lensk stúlka í Kaup­manna­höfn, ákvað að grípa til sinna eig­in ráða og skrifa bréf, ekki til jóla­sveins­ins held­ur síma­fyr­ir­tæk­is, þar sem hún ósk­ar þess að fá iP­ho­ne í gjöf.

„Hún bað um iP­ho­ne 5S því hún átti iP­ho­ne 5S sem hún týndi fyr­ir tveim­ur árum og er ennþá mjög leið yfir því. Hún er búin að óska sér að fá iP­ho­ne í lang­an tíma en ekki fengið enn. Mamma mín stakk upp á því að hún skrifaði bréf til jóla­sveins­ins og kannski myndi ósk henn­ar ræt­ast,“ seg­ir mamma Mat­hildu, Jó­hanna Björg Christen­sen, en fjöl­skyld­an hef­ur verið bú­sett í Dan­mörku í tvö og hálft ár.

Sjá nánar á mbl.is