Send­ir heima­gerð jóla­kort á hverju ári

Guðrún S. Magnús­dótt­ir er mikið jóla­barn og fyll­ist alltaf til­hlökk­un þegar jól­in nálg­ast. Guðrún er auk þess ein­stak­lega lunk­in í hönd­un­um og prjón­ar bæði jóla­skraut af mikl­um móð auk þess sem hún send­ir vin­um og ætt­ingj­um heima­gerð jóla­kort á hverju ári.

„Ég held ég geti sagt að ég sé ein­stak­lega mikið jóla­barn en það lýs­ir sér fyrst og fremst í til­hlökk­un og gleði sem fylg­ir því að jól­in séu að koma,“ seg­ir Guðrún sem einnig er fastheld­in á jóla­hefðir, en hún bak­ar ávallt og skreyt­ir pip­ar­kök­ur fyr­ir jól­in með börn­um og barna­börn­um.

Sjá nánar á mbl.is