Á allra vörum afhendir Kvennaathvarfinu 90 milljónir

Í dag afhenti Á allra vörum Kvennaathvarfinu söfnunarféð sem safnaðist í þjóðarátakinu sem fram fór síðastliðinn september. Söfnunin skilaði 78 milljónum króna auk gjafa og annars framlags sem metið er á um 12 milljónir króna.

Um 90 milljónir skila sér því til Kvennaathvarfsins í heildina. Í ár var kastljósinu beint að málefni tengdu kvennaathvarfinu og safnað var sérstaklega fyrir konur sem eiga ekki í önnur hús að venda eftir að dvöl í Kvennaathvarfinu lýkur.

Sjá nánar á visir.is