Höfundakvöld Norræna hússins- Vigdis Hjorth-

Höfundakvöld með Vigdis Hjorth í Norræna húsinu, þriðjudaginn 9. janúar 2018, kl. 19.30.

Vigdis Hjorth (f. 1959) er norskur rithöfundur,  menntuð í hugmyndasögu, stjórnmálafræði og bókmenntafræði.

Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri bókmennta á Borgarbókasafni Reykjavíkur stýrir umræðu sem fer fram á skandinavísku. Aðgangur er ókeypis.

Með nýjustu skáldsögu sinni, Arv og miljø, sem kom út árið 2016 er Hjorth að fást við kunnuglegt þema: Þegar fjölskyldufaðirinn deyr, kemur upp ágreiningur milli erfingja hans um það hvernig skipta skal búinu. Baráttan um arfinn knýr ósætti og leyndarmál upp á yfirborðið sem legið hafa eins og mara á fjölskyldunni í mörg ár. Í sögu sinni tekst Hjorth á við samfélagsmeinið „misnotkun” og hvernig hún getur haft afgerandi áhrif og afleiðingar fyrir manneskjuna það sem eftir lifir. Framvinda sögunnar er ekki misnotkunin sjálf, hvað nákvæmlega gerðist, heldur hvernig aðalpersónan berst við að gera upp fortíðina og afleiðingar hennar, hvernig baráttan fyrir sannleikanum getur haft áhrif á allt líf þeirra sem hlut eiga að máli.

Fréttatilkynning frá Norræna húsinu.