Guardian mælir með ferðalagi til Akureyrar

Akureyri er einn 40 staða á heimsvísu sem The Guardian mælir með að fólk heimsæki á árinu. Þar er farið fögrum orðum um Akureyri og Eyjafjörð.

Í umfjölluninni segir að Akureyri sé frábær áfangastaður. Bærinn hafi það að auki sér til ágætis að vera góður upphafsstaður til að skoða sumt af því magnaðasta sem íslensk náttúra hafi upp á að bjóða. Þar er sérstaklega vísað til Mývatns og Goðafoss, og tekið fram að á síðari staðnum hafi verið tekin upp atriði í þættina Game of Thrones.

Sjá nánar á ruv.is