Söfnuðu 3 millj­ón­um á Karol­ina Fund

Dans og jóga Hjarta­stöðin var opnuð á haust­mánuðum árs­ins 2017 í Skútu­vogi 13a. Stofn­end­ur stöðvar­inn­ar þau Theo­dóra S. Sæ­munds­dótt­ir og Jó­hann Örn Ólafs­son eru fag­ur­ker­ar sem gera hlut­ina með hjart­anu.

„Með opn­un dans og jóga Hjarta­stöðvar­inn­ar er langþráður draum­ur okk­ar að ræt­ast. Við höf­um fengið frá­bær­ar viðtök­ur bæði í aðdrag­anda opn­un­ar í gegn­um Karol­ina Fund þar sem viðskipta­vin­ir keyptu kort í stöðinni og studdu okk­ur til dáða í þessu verk­efni sem og eft­ir opn­un þar sem stöðin er vel sótt,“ seg­ir Theo­dóra eða Thea eins og hún er alltaf kölluð og held­ur áfram.

Sjá nánar á mbl.is