For­rit­ar­ar framtíðar­inn­ar styrktu 11 grunn­skóla

Ell­efu grunn­skól­ar hlutu styrk úr sjóðnum For­rit­ar­ar framtíðar­inn­ar. Alls hlutu þeir um 6,5 millj­ón­ir króna. Til­gang­ur sjóðsins er að efla tækni- og for­rit­un­ar­kennslu í grunn- og fram­halds­skól­um lands­ins.

Sjóðnum bár­ust 32 um­sókn­ir í þess­ari út­hlut­un, flest­ar frá grunn­skól­um. Styrk­ir sjóðsins eru í formi tölvu­búnaðar og fjár­styrks til þjálf­un­ar kenn­ara til að búa þá bet­ur und­ir for­rit­un­ar­kennslu fyr­ir nem­end­ur, sam­tals um sex og hálf millj­ón króna að virði. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Sá nánar á mbl.is