Skagamenn öruggir Vesturlandsmeistarar í bridds

Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds var spilað á Hesti í Borgarfirði um liðna helgi. Sex sveitir voru skráðar til leiks. Fimm þeirra höfðu keppnisrétt til að spila um þrjú sæti Vesturlands í undankeppni Íslandsmótsins í bridds. Hart var barist um þessi sæti og rafmögnuð spenna í síðustu setunni þegar úrlit loks réðust. Spennan um fyrsta sætið var reyndar aldrei mikil því fádæma yfirburðir einkenndu sveitina frá Bridgefélagi Akraness undir forystu Guðmundar Ólafssonar. Með honum spiluðu Hallgrímur Rögnvaldsson, Karl Alfreðsson og Tryggvi Bjarnason. Langefstir í Butler urðu þeir Karl og Tryggvi.

Sjá nánar á skessuhorn.is