Alþjóðlegir og ferskir listavindar í Garði

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, opnaði Ferska vinda, alþjóðlega listahátíð í Garði, um liðna helgi. Ferskir vindar eru nú haldnir í fimmta sinn en verkefnið er í samstarfi Mireyu Samper og Sveitarfélagsins Garðs.

Alþjóðlegur hópur listamanna hefur starfað og búið í Garði frá 16. desember sl. og unnið að listsköpun sinni. Þema Ferskra vinda í ár er „draumar“ og því hafa fjörtíu listamenn af tuttugu og einu þjóðerni unnið að draumkenndri listsköpun síðustu vikur.

Sjá nánar á vf.is