At­hyglis­sjúk glamúr­glimmerskvísa

Hverju klæðist djassdíva sem er með hádegistónleika í bókasafni? Hún verður fín í tauinu og skartar örugglega lokkandi glamúr. Stína Ágústsdóttir lofar líklegast hárauðum kjól sem sker sig úr bókahillunum.

„Mér finnst mjög gaman að dressa mig upp fyrir tónleika og hafa leyfi til að berast of mikið á í klæðaburði. Maður er með ofsalega athyglissýki þegar maður vinnur við að standa á sviði og þá blundar í manni að sjokkera fólk. Þar hef ég átt mín móment,“ segir Stína og flissar af þokka.

Sjá nánar á visir.is