Styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 2018

Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2018 fór fram í Iðnó 10. janúar. Elsa Yeoman formaður ráðsins gerði grein fyrir úthlutuninni og öðru framlagi borgarinnar til menningarmála.

Helstu nýmæli í styrkveitingum ársins eru þau að Reykjavíkurborg hefur leyst húsnæðisvanda Dansverkstæðisins með leigusamningi við Reiti til 15 ára um Hjarðarhaga 45 – 47. Með Dansverkstæðisinu er verið að skapa aðstöðu fyrir danslistina og nauðsynlegt vinnurými á viðráðanlegum kjörum. Gerður hefur verið samstarfssamningur við Dansverkstæðið til 3ja ára um 17 m.kr. árlega (þar af 15 m.kr. aukaframlag frá borgarráði) vegna aukins húsaleigukostnaðar og rekstrarumfangs.

Þá hafa verið gerðir nýir samstarfssamningar til þriggja ára við Nýlistasafnið um 17,3 m.kr. á ári og Kling og Bang um 8,5 m.kr. árlega. Þau fluttu inn í Marshallhúsið í mars síðastliðinn í góðu samstarfi við i8 og Ólaf Elíasson þar sem nú blómstrar metnaðarfull sýningastarfsemi og aukið faglegt samtal og miðlun á samtímamyndlist.

Þessi nýmæli eru að mestu utan hins árlega styrkjapotts en faghópi skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands var falið að fara yfir styrkumsóknir og leggja til styrki til menningar og lista upp á tæpar 66,5 m.kr. sem menningar- og ferðamálaráð samþykkti. Faghópurinn hafði 179 umsóknir til umfjöllunar sem námu samtals nam rúmum 282 m.kr..

Faghópurinn lagði til að umræddar tæplega 66,5 m.kr. til færu til 103 verkefna. Þar af myndu 8 listhópar, hátíðir og samtök hljóta nýjan samning til þriggja ára fyrir samtals 15,4 m.kr., en fyrir eru 20 hópar með eldri samninga í gildi.

Gjörningaklúbburinn var útnefndur Listhópur Reykjavíkur 2018 og nýtur styrks að upphæð 2 m.kr.  Hann flutti við opnunina gjörninginn Aqua Maria. Gjörningaklúbburinn / The Icelandic Love Corporation var stofnaður árið 1996 af myndlistarkonunum Sigrúnu Hrólfsdóttur, Jóní Jónsdóttur og Eirúnu Sigurðardóttur, en tvær síðastnefndu starfa nú í klúbbnum. Gjörningaklúbburinn hefur unnið með flesta miðla myndlistar en starfar á mörkum listgreina og hefur á síðustu árum tengst sviðslistinni enn sterkari böndum. Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með feminískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni. Gjörningaklúbburinn vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni. Gjörningaklúbburinn á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim og hefur einnig sýnt gjörninga í óhefðbundnari rýmum og á sviðslistahátíðum.  Gjörningaklúbburinn hefur í tvo áratugi náð að  heilla borgarbúa með framandlegum uppákomum og sýningum.

Þeir sem hljóta nýjan samstarfssamning til þriggja ára frá árinu 2018 auk Dansverkstæðisins, Nýló og Kling og Bang eru Jazzhátíð Reykjavíkur með 3 m.kr. , Blúshátíð í Reykjavík með 2 m.kr. ; Myrkir músikdagar, Stórsveit Reykjavíkur, Tónlistarhópurinn Caput og Kammersveit Reykjavíkur með 1,8 m.kr. á ári og Kammerhópurinn Nordic Affect með 1 m.kr. árlega.

Hæsta árlega styrkinn hlaut svo Myndhöggvarafélagið í Reykjavík þar sem 1,4 m.kr. fara í sýningarröðina Hjólið og 1 m.kr til rekstrar félagsins. Ice Hot Reykjavík fær 2 m.kr. , Pera óperukollektíf 1,4 m.kr. og Mýrin félag um barnabókmenntahátíð 1,2 m.kr. Aðrir styrki nema hæst 1 m.kr. en lægst 200 þús. krónum.

Hæstu framlög til menningarlífsins í borginni fyrir utan rekstur menningarstofnana hennar fara til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Jafnframt njóta Listahátíð í Reykjavík, Sviðslistamiðstöð í Tjarnarbíói, Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum, Bíó Paradís, og Hönnunarmiðstöð og fleiri sjálfstæðir aðilar húsnæðis- og/eða rekstrarstyrkja.

Heildaryfirlit

STYRKVEITINGAR MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐS ÁRIÐ 2018

Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2018, 2019 og 2020 við eftirtalda aðila með árlegu framlagi með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2019 og 2020:

3 m.kr.               Jazzhátíð Reykjavíkur

2 m.kr.               Blúshátíð í Reykjavík

2 m.kr.               Samtök um Danshús – Dansverkstæðið (auk 15 m.kr. framlags frá borgarráði)

1,8 m.kr.            Caput

1,8 m.kr.            Kammersveit Reykjavíkur

1,8 m.kr.            Myrkir músikdagar

1,8 m.kr.            Stórsveit Reykjavíkur

1 m.kr.               Kammerhópurinn Nordic Affect.

 

Listhópur Reykjavíkur 2018:

2 m.kr.               Gjörningaklúbburinn

Styrkir til verkefna árið 2018:

2 m.kr.               Ice Hot Reykjavik

1,4 m.kr.            Myndhöggvarafélagið í Reykjavík – Sýningin Hjólið

1 m.kr.               Myndhöggvarafélagið í Reykjavík – Rekstur

1,4 m.kr.            Pera Óperukollektíf

1,2 m.kr.            Mýrin, félag um barnabókmenntahátíð

1 m.kr.               Íslensk grafik

1 m.kr.               Íslensk tónverkamiðstöð – Yrkja

1 m.kr.               Reykjavík Fashion Festival

900.000 kr.        Íslenski lista – og menningarklasinn

750.000 kr.        Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð – Heimili kvikmyndanna

750.000 kr.        SÍM – Dagur myndlistar

700.000 kr.        Artzine
Brúðuheimar
Design Talks
Ekkisens
Hildur Björk Yeoman – Venus
Symphonia Angelica

600.000 kr.        Eyrún Ævarsdóttir – Traustabrestir
Freyjujazz
RSÍ – Skáld í skólum
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins

500.000 kr.        15:15 tónleikasyrpan
Aldrei óstelandi – Ragnarök
Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu
Ásrún Magnúsdóttir – Asparfell
Börnin tækla tónskáldin
Finnur Arnar Arnarson – Skúrinn heimild
Gervi Productions – ÉG
GLÁF Ísland – Góðan daginn FAGGI!
Halla Kristín Hannesdóttir – Tremolo
Heimstónlist í Reykjavík – Rodent
Íó – boðssýning fyrir börn
Kriðpleir – Varðeldurinn
Kvennakórinn Vox Feminae
Kvikmyndaklasinn – Turninn
Leikfélagið Hugleikur – Leikhús
Leikhópurinn Lakehouse – Rejúnion
Leikhópurinn Sálufélagar – Independent Party People
Leikhópurinn Stertabenda
Listahátíðin Tímarúm – List án landamæra
María Sól Ingólfsdóttir – ævintýraóperan Sónata
Miðnætti leikhús
Ramkram ljósmyndagallerí
RaTaTam – Öööhh?
Shalala – söngleikur
Sólveig Guðmundsdóttir – leikverkið ´75
Steinunn Ketilsdóttir – Overstatement/Oversteinunn
Steinunn Marta Önnudóttir – Tag Team Studio og Harbinger
Söngfjelagið
Tinna Grétarsdóttir – Spor
Tinna Hrafnsdóttir – Saga
Töfrahurð – Gilitrutt
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir – Ég býð mig fram aftur

450.000 kr.        Listafélag Langholtskirkju
Listvinafélag Hallgrímskirkju
Lúðrasveit Reykjavíkur
Lúðrasveit verkalýðsins
Lúðrasveitin Svanur
Reykjavík Folk Festival
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna

400.000 kr.        Camerarctica
Elektra Ensemble
Hljómsveitin Eva – Ellimessa
Íslenski flautukórinn
Listastofan
Marloes Antje Robijn – Lestrarvinir
Nýlókórinn
Oratin MMXVIII – Svartamálmtónlistarhátíð í Reykjavík
Projekt Polska – Hidden People
Únglingurinn í Reykjavík – Reykjavík Dance Festival

368.000 kr.        IceCon – Furðusagnahátíð

350.000 kr.        Alþjóðleg ljóðahátíð í Reykjavík – Partus
Anna Kolfinna Kuran – Konulandslag
Halaleikhópurinn
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur
Hinsegin kórinn
Improv Ísland
Kvennakór Reykjavíkur
Leikhópurinn Perlan – afmælissýning
Leikfélagið Hugleikur – starfsemi

300.000 kr.        Atli Bollason – Sónarspil
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr
Dans Afríka Barakan Festival Iceland
Furðuleikhúsið – Sóla og sólin
Hannes Þ Guðrúnarson – Lög liðinna tíma
Hulda Rós Guðnadóttir
Menningarfélagið Tær – Crescendo
Raflost – Raflistafélag Íslands
Sómi þjóðar – SOL
Tinna Ottesen – Skrásetjarinn

200.000 kr.        Elsa Arnardóttir – Átta blaða rósin
Hallveig Rúnarsdóttir – Konur eru konum bestar
Lilja María Ásmundsdóttir – Hulda

Fréttatilkynning frá Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar.